Velkomin í klúbbinn
Sódavatns klúbburinn er samfélag þeirra sem kunna að meta kosti Egils Sódavatns. Hér eru gæðin í fyrirrúmi og hver veit nema það verði eitthvað að frétta á allra næstu vikum og mánuðum. Við tökum vel á móti öllum meðlimum og munum draga út glæsilegar inngöngugjafir fyrir klúbbfélaga á næstu vikum.
Sérvalin útskorin glös, glasamottur eftir þekkta hönnuði og drjúgar birgðir af Sódavatni, svo fátt eitt sé nefnt. Hjartanlega velkomin í klúbbinn! Skráðu þig hér að neðan.
Hver er munurinn á sódavatni og kolsýrðu vatni?
- Egils Sódavatn er svokallað Club Soda.
- Club Soda er kolsýrt vatn með viðbættum söltum.
- Söltin í bland við kolsýru gefa einstakt og hressandi bragð.
Egils Sódavatn er svokallað Club Soda, kolsýrt vatn með söltum. Þessi drykkur er kenndur við Kildare-klúbbinn í Dyflinni á Írlandi. Söltunum er bætt við til að gefa vatninu hressilega afgerandi bragð þegar það er drukkið eitt og sér en þau þykja einnig gera Club Soda á borð við Egils Sódavatn hentugra til blöndunar í aðra drykki umfram venjulegt kolsýrt vatn.
Egils Sódavatn – Club Soda
Club Soda er kolsýrt vatn með viðbættum söltum sem upphaflega var framleitt fyrir Kildare klúbbinn í Dyflinni á Írlandi undir lok 19. aldar og þaðan kemur nafnið. Söltin lyfta bragðinu upp og gefa vökvanum eindregnara bragð sem þar að auki þykir henta betur til blöndunar í aðra drykki frekar en venjulegt kolsýrt vatn. Á svipuðum tíma voru íslenskir kaupmenn byrjaðir að bjóða upp á sódavatn í smáum stíl, þá innflutt frá Danmörku. Það hefur þó varla verið drukkið nema til hátíðarbrigða og að líkindum einkum notað sem bland út í áfenga drykki. Fyrstu íslensku gosdrykkjaverksmiðjurnar hófu starfsemi rétt um aldamótin 1900 og var sódavatn meðal þess fyrsta sem þær buðu upp á. Eitthvað var þó hugtakanotkunin á reiki og virðist nafnið stundum hafa verið notað um ýmis konar kolsýrða drykki jafnt með og án bragðefnis.
Gísli Guðmundsson gerlafræðingur stofnaði gosdrykkjaverksmiðjuna Sanitas árið 1905 og hóf framleiðslu á hvers kyns gosdrykkjum, þar á meðal sódavatni, við betri og fullkomnari aðstæður en áður hafði verið gert hér á landi. Gísli var náinn vinur og velgjörðarmaður Tómasar Tómassonar stofnanda Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Fyrir vikið vildi Tómas ekki framleiða gosdrykki í samkeppni við vin sinn, heldur einbeitti sér að bruggun á öli og pilsner.
Þessar forsendur breyttust árið 1928 þegar Gísli lést langt fyrir aldur fram. Var Sanitas þá raunar komið úr eigu fjölskyldu hans nokkru fyrr. Samkeppni á drykkjarvörumarkaðnum var hörð og áleit Tómas Tómasson það nauðsynlegt að fjölga tegundum í framleiðslu sinni. Hann festi því kaup á nokkrum minni drykkjarvöruverksmiðjum. Tilgangurinn hefur væntanlega verið að losna við samkeppnisaðila og nýta sér viðskiptavild þeirra.
Árið 1929 yfirtók Ölgerðin Saftgerðina Síríus. Hún var stofnuð árið 1921 og eins og nafnið gefur til kynna einbeitti hún sér í fyrstu að því að framleiða ýmis konar ávaxta- og berjasaft. Eftir nokkur misseri fór Síríus einnig að framleiða gosdrykki. Ætla má að Sódavatnið frá Síríus hafi fyrst komið á markað veturinn 1923-24, í það minnsta eru elstu auglýsingar sem finnast um það frá því í janúar 1924.
Egils Sódavatn státar því að næstum heillrar aldar hefð á Íslandi og fer sífellt fjölgandi í hópi ánægðra aðdáenda. Verið hjartanlega velkomin í klúbbinn!